5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Haaland efstur á lista United og þetta eru launin sem hann vill – Ómögulegt að fá Kane

Skyldulesning

Manchester United hefur sett Erling Haaland efstan á lista yfir þá framherja sem félagið ætlar að skoða í sumar. United hefur mikinn áhuga á að kaupa norska framherjann í sumar.

Haaland hefur raðða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund í heilt ár en United reyndi að kaupa Haaland fyrir ári síðan en þá valdi hann Dortmund.

Haaland er tvítugur og samkvæmt Manchester Evening News eru John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og Ole Gunnar Solskjær sammála um að leggja allt kapp á að fá Haaland í sumar.

Haaland hefur skorað 47 mörk í 48 leikjum fyrir Dortmund, vitað er að Manchester City hefur mikinn áhuga á að kaupa hann.

Í fréttinni kemur fram að Haaland muni í sumar reyna að fá 350 þúsund pund á viku en forráðamenn Dortmund vilja helst selja hann í sumar. Þeir eru meðvitaðir um að klásúlsan kemur upp í samningi hans 2022, þá mun Haaland kosta um 60 milljónir punda en í sumar gæti Dortmund fengið vel yfir 100 milljónir punda.

Í frétt Manchester Evening News kemur fram að United sé búið að kanna möguleikana á því að kaupa Harry Kane frá Tottenham en það virðist í dag vera útilokað. Kane er með samning til 2024 og Tottenham hefur engan áhuga á að selja.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir