Haaland ekki besti framherji heims – ,,Já hann er betri“ – DV

0
156

Erling Haaland er ekki besti sóknarmaður heims í dag að sögn umboðsmannsins, Andrea D’Amico.

D’Amico er ekki hlutlaus en hann er umboðsmaður Victor Osimhen sem spilar með Napoli á Ítalíu.

Osimhen er orðaður við öll stærstu félög heims og gæti teki við keflinu af Lionel Messi í París samkvæmt umboðsmanninum.

Osimhen er 24 ára gamall og mun að öllum líkindum vinna deildina á Ítalíu með Napoli á tímabilinu.

Haaland er af mörgum talinn sá besti í heimi en hann hefur raðað inn mörkum með Manchester City í vetur.

,,Eins og staðan er þá er hann besti framherji heims. Já hann er betri en Haaland,“ sagði D’Amico.

,,Það mun ekki vanta upp á möguleikana, sérstaklega á Englandi og líka Paris Saint-Germain sem gæti misst mikilvægan leikmann í framlínunni.“

,,Ég tel að Messi sé á leið til Miami en það er bara mín skoðún.“

Enski boltinn á 433 er í boði