6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Haaland hefur skákað mörgum goðsögnum við aðeins tvítugur að aldri

Skyldulesning

Það var stuð og stemming í Meistaradeild Evrópu í gær. Í F-riðli vann þýska liðið Dortmund 3-0 sigur á belgíska liðinu Club Brugge. Gulldrengurinn Erling Braut Haaland, kom Dortmund yfir með marki á 18. mínútu.

Jadon Sancho tvöfaldaði síðan forystu Dortmund með marki á 45. mínútu. Haaland skoraði þriðja mark Dortmund og sitt annað mark í leiknum á 60. mínútu og innsiglaði 3-0 sigur Dortmund.

Norska undrabarnið er tvítugt að aldri en hefur nú skákað mörgum merkilegum mönnum í markaskorun í deild þeirra bestu. Haaland hefur skorað 16 mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni.

Haaland er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar á þessu tímabili en hann hefur verið sjóðandi heitur á sínu fyrsta ári með Dortmund.

Goðsagnir sem Haaland hefur skákað við í Meistaradeildinni


15. Dennis Bergkamp – 7 mörk


14. Christian Vieri – 10 mörk


=12. Michael Owen – 11 mörk


=12. Diego Costa – 11 mörk


=10. Olivier Giroud – 13 mörk


=10. Carlos Tevez – 13 mörk


=5. Adriano – 14 mörk


=5. Miroslav Klose – 14 mörk


=5. David Villa – 14 mörk


=5. Ronaldo Nazario – 14 mörk


=5. Zinedine Zidane – 14 mörk


=2. Paulo Dybala – 15 mörk


=2. Pierre-Emerick Aubameyang – 15 mörk


=2. Roberto Firmino – 15 mörk


1. Erling Braut Haaland – 16 mörk

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir