2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Hádegisútvarpið eflt með nýjum þætti

Skyldulesning

Katrín Ásmundsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson í hljóðveri við undirbúning …

Katrín Ásmundsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson í hljóðveri við undirbúning á þættinum sem fer í loftið nk. þriðjudag.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr fréttatengdur þáttur á Rás 1, Hádegið, hefur göngu sína næstkomandi þriðjudag, 1. desember. Þátturinn nýi verður á dagskrá alla virka daga milli kl. 12:02 og 13:00 og er í raun tvískiptur; um það bil 10 mínútur fyrir hádegisfréttir og um 20 mínútur að þeim loknum.

Umsjónarmenn þáttarins verða Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Katrín Ásmundsdóttir og til umfjöllunar verða málefni líðandi stundar með fréttaskýringum, viðtölum, umræðum, stuttum pistlum og öðru slíku. Þátturinn verður aðgengilegur í Spilaranum á vefnum ruv.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum strax að lokinni útsendingu.

„Við höfum lengi horft til þess að styrkja hádegisútvarpið, einmitt þann tíma dagsins þegar flestir leggja við hlustir. Til þessa hafa í hádegisútvarpinu verið ýmsir fastir liðir sem nú verða felldir inn í heildstæðan þátt sem við erum mjög spennt fyrir. Við væntum þess að hlustendur eigi eftir að kunna að meta það að fá vel unnið og áhugavert útvarpsefni um málefni líðandi stundar í hádeginu,“ segir Þröstur Helgason dagskrárstjóri í samtali við Morgunblaðið.

Hádegisfréttatíminn verður á sínum stað kl. 12:20 og sömuleiðis síðasta lag fyrir fréttir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir