3.1 C
Reykjavik
Laugardagur 1 apríl 2023

Hæfilega áköf hreyfing í 11 mínútur á dag getur dregið úr líkunum á ótímabærum dauða um 20% – DV

Related stories

spot_img

Það að hreyfa sig í aðeins 75 mínútur á viku getur dregið mjög úr líkunum á ótímabærum dauða, hjartasjúkdómum og krabbameini. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Samkvæmt því sem kemur fram í henni þá getur 11 mínútna hreyfing á dag, með hæfilegri ákefð, dregið úr líkunum á ótímabærum dauða um 23%. Segja höfundar rannsóknarinnar að ef allir gætu uppfyllt þessi skilyrði myndi vera komið í veg fyrir 1 af hverjum 10 ótímabærum andlátum á heimsvísu.

Rannsóknin náði til gagna yfir rúmlega 30 milljónir fullorðinna einstaklinga.

Rannsóknin, sem var birt í British Journal of Sports Medicine þann 28. febrúar, og er sú stærsta sinnar tegundar að því er segir í umfjöllun Live Science.

Vísindamennirnir rannsökuðu tengsl líkamlegrar virkni og hættunnar á dauða og ákveðnum atriðum, til dæmis hjartaáföllum, heilablóðfalli, hvítblæði og ristilkrabbameini.

Nýjast

spot_img