2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Hægt að gera umbætur án þess að ráðast í hreinsanir

Skyldulesning

Drífa Snædal, forseti ASÍ.

„Það er ekki hægt að réttlæta svona aðgerðir, það er bara engan veginn hægt,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, um hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar, á Sprengisandi í dag. 

Hún segir erfitt að festa hendi á deilurnar innan Eflingar og um hvað þær snúast. Þannig getur verið erfitt að taka á þeim. 

Þá segir Drífa vel hægt að taka á hlutum eins og skipulagi og launastrúktúr innan skrifstofunnar án þess að „fara í hreinsanir“ og vísar til þess að ráðist hafi verið í slíka vinnu innan skrifstofu ASÍ.

„Ég myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekenda sem myndi taka svona ákvarðanir og mér kom það afskaplega mikið á óvarð að átta manns skyldu standa að baki þessari ákvörðun,“ segir Drífa. 

Flestir ráðnir í stjórnartíð Sólveigar

„Það er ágætt að hafa það í huga að megnið af starfsfólki Eflingar hafi verið ráðið í stjórnartíð Sólveigar Önnu. Þannig að þetta eru ekki gamlar leifar, ekki fólk sem var þarna áður en þau komu þarna inn,“ segir Drífa enn frekar spurð hvort nýir róttækir stjórnendur séu að reyna að losa um gamla menningu innan skrifstofunnar. Hún bætti því síðan við að vinnustaðamenning sé að miklu leyti á ábyrgð stjórnenda.

Drífa sagði að aðstæður starfsfólks sem boðið sé að sækja um störfin sín aftur séu hryllilegar. Þá liggi ekkert fyrir um á hvaða kjörum störfin eru auglýst að nýju. „Þetta er svolítið eins og að vera boðið að kyssa vöndinn, þegar þér hefur verið sagt upp.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir