10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Hækkandi álverð styður álverin

Skyldulesning

Álverið í Straumsvík.

Álverið í Straumsvík.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar ISAL og Norðuráls segja hækkandi álverð jákvæð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Skýringin sé m.a. aukin eftirspurn frá Kína.

Eins og Morgunblaðið sagði frá í vikunni hefur álverð hækkað um tugi prósenta síðan það náði lágmarki við upphaf kórónuveirufaraldursins í Evrópu og Bandaríkjunum sl. vor. Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, þ.e. ISAL, þetta ánægjuefni.

„Hækkun á álverði kemur sér vissulega vel fyrir ISAL og eftirspurn eftir afurðum okkar er góð um þessar mundir. Þótt álverð hafi hækkað þetta árið er það samt ekki hátt í sögulegu samhengi og erfitt að segja til um hver þróunin verður á næstunni. Þó er líklegt að væntingar um bóluefni við veirunni hafi jákvæð áhrif og stuðli að efnahagsbata í heiminum sem kemur sér vel fyrir áliðnaðinn.

Einnig eru breytingar að eiga sér stað í neyslumynstri sem hafa jákvæð áhrif í okkar iðnaði, t.d. í framleiðslu samgöngutækja. Veiking á gengi krónunnar styður auðvitað við öll útflutningsfyrirtæki á Íslandi en hins vegar er innlendur kostnaður okkar ekki hlutfallslega hár.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir