4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir Covid-19 reglur úr gildi – Munaði um Ruth Bader Ginsburg

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt reglur Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um takmörkun á fólksfjölda í trúarlegum athöfnum úr gildi. Niðurstaðan lá fyrir seint í gær og er fyrsta úrlausn Hæstaréttar þar sem atkvæði Amy Coney Barrett, arftaki Ruth Bader Ginsburg spilar lykilhlutverk.

Skiptin á Ginsburg og Barrett þóttu sveifla jafnvægi réttarins í íhaldssamri átt svo um munaði og er erfitt að ráða annað úr niðurstöðu réttarins í gær en að þær raddir hafi haft rétt fyrir sér. Þessi nýjasti dómur markaði viðsnúning réttarins, en hann hafði áður dæmt í samskonar málum ríkjanna Nevada og Kalíforníu. Voru niðurstöðurnar þar 5-4 í hina áttina, og munaði þar um Ginsburg, sem lést í September. Barrett tók við sæti Ginsburg þann 2. nóvember.

Í áliti meirihluta Hæstaréttar segir að takmarkanir ríkisstjórans á trúarlegum athöfnum stangist á við trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þá bætti Neil M. Gorsuch, sem skipaður var af Trump á þessu kjörtímabili, því við að Andrew Cuomo hefði brotið jafnræðisreglur með því að hafa lagt strangari reglur á trúarlegar samkomur en aðrar „veraldlegar“ samkomur.

Málið var höfðað af ólíklegum samherjum: Kaþólskri kirkju í Brooklyn og tveim sýnagógum í borginni auk tveggja einstaklinga. Kvörtuðu þeir yfir reglum New York ríkis um að ríkið gæti takmarkað samkomur á svokölluðum „rauðum svæðum“ þar sem smittíðni er há við 10 manns, og 25 manns á „appelsínugulum svæðum.“

Fjöldi annarra dómsmála er nú í gangi er varða takmarkanir á samkomum í Bandaríkjunum og má fastlega búast við að fleiri rati á fjörur Hæstaréttarins íhaldssama.

CNN greindi frá.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir