8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Hætta á steinakasti vegna blæðinga

Skyldulesning

Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Hálka og skafrenningur er á Dynjandisheiði. Hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði en annars greiðfært. Það er víða nokkuð hvasst, einkum á fjallvegum. #færðin Það er Snjóþekja og éljagangur á Öxnadalsheiði en annars að mestu greiðfært. Hvasst er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur víða. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á fjallvegum á Austurlandi. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er mjög hvasst og varað við miklum vindhviðum í kringum Vík í Mýrdal.

Innlendar Fréttir