Hættur að spila með Frökkum eftir aðeins einn landsleik – DV

0
157

Miðjumaðurinn Houssem Aouar hefur gefið franska landsliðsdraumrinn upp á bátinn eftir aðeins einn landsleik.

Aouar hefur staðfest það að hann sé hættur með Frakklandi en hann lék einn landsleik árið 2020.

Aouar spilaði þá fyrir Didier Deschamps í 7-1 sigri á Úkraínu en um æfingaleik var að ræða og ekki keppnisleik.

Þremur árum seinna er Aouar búinn að gefast upp á að fá sæti í franska liðinu og ætlar að spila fyrir Alsír.

Báðir foreldrar leikmannsins koma frá Alsír en landið spilaði bæði á HM árið 2010 sem og 2014.

Aouar er leikmaður Lyon og var um langt skeið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.