7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Hafa áhyggjur af aðventunni og jólunum

Skyldulesning

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ljósmynd/Almannavarnir

„Við höfum áhyggjur af aðventunni og jólunum,“ segir Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn þegar hann er spurður að því hvort sóttvarnayfirvöld hafi sérstakar áhyggjur af auknu skemmtanahaldi og samkomum nú þegar aðventan er gengin í garð.

Alls greindust 18 kórónuveirusmit innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Heilbrigðisráðherra staðfesti í morgun tillögu sóttvarnalæknis þess efnis að sóttvarnaráðstafanir skuli vera óbreyttar til 9. desember.

Rögnvaldur segir að vanalega hitti fólk marga á aðventunni og reynir að setja málin í samhengi við stöðuna vestanhafs. Þar hafi sótt­varna­lækn­irinn Ant­hony Fauci varað fólk við bylgju í kjölfar ferðalaga og fjölskyldufagnaða vegna þakkargjörðarhátíðarinnar.

„Við erum ekki með alveg jafn stóra helgi en við erum næstum því með fjórar svoleiðis helgar því aðventan er svo stór hjá okkur,“ segir Rögnvaldur. 

„Þetta eru ekki bara jólin sem við erum að horfa á, heldur desember eins og hann leggur sig.“

Rögnvaldi leist ekki á blikuna þegar í ljós kom hversu mörg smit var hægt að rekja til helgarinnar fyrir fyrstu helgi í aðventu, 21. og 22. nóvember.

„Við erum að sjá núna það sem byrjaði þá helgi.“ Hann bætir við að þegar líði á vikuna komi betur í ljós hvernig síðasta helgi, fyrsta í aðventu, kom út. 

„Við eigum eftir að sjá þegar líður á vikuna hvernig síðasta helgi kom út.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir