Hafa báðar verið með sama manninum en eru miklar vinkonur í dag – Önnur er dóttir Guardiola – DV

0
170

Dele Alli leikmaður Besiktas í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Tottenham hefur átt nokkrar ástkonur í gegnum tíðina. Ein af þeim er Ruby Mae.

Fyrirsætan Ruby var með Dele í sex ár þegar hann var að verða stjarna í fótboltanum en ferill hans hefur farið hratt niður á við.

Eftir að Ruby og Dele hættu saman árið 2021 fór Dele að hitta Maria Guaridola, dóttir Pep Guardiola stjóra Manchester City.

Maria og Dele voru saman í nokkra mánuði en upp úr sambandi þeirra slitnaði og hefur Dele nú fundið ástina í örmum Cindy Kimberly.

Þrátt fyrir að hafa verið með sama manninum urðu þær Ruby og Maria miklar vinkonur. „Falleg, „skrifar Ruby við mynd af Maria sem hún birti af sér á dögunum.

Ef upp úr sambandi Dele og Cindy slitnar gæti hún slegist í hóp með Ruby og Maria og orðið þriðja hjólið í þeirra vinskap.

Dele og Cindy í stuði. Enski boltinn á 433 er í boði