7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Hafa boðið Juventus að taka Özil fimm sinnum

Skyldulesning

Arsenal hefur ítrekað reynt að fá Juventus til að taka við Mesut Özil en ítalska félagið hefur ekki haft áhuga á þýska landsliðsmanninum hingað til.

Juventus telur að launapakki sé alltof mikill svo að félagið geti tekið við honum.

Calciomercato segir að forráðamenn Arsenal hafi fimm sinnum komið að máli við stjórnarmenn Juventus og boðið þeim að taka Özil.

Özil er 32 ára gamall og hefur ekki spilað eina einustu mínútu með Arsenal á þessu tímabili, Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur ekki áhuga á að nota hann.

Özil verður samningslaus næsta sumar og getur þá farið frítt en líkur eru á að hann fari til Fenerbache í janúar.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir