5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Hafa eftirlit með erlendum ferðamönnum

Skyldulesning

Björgunarsveitarfólk verður til taks í dag.

Björgunarsveitarfólk verður til taks í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitarfólk frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við að hafa eftirlit við gosstöðvarnar, aðallega með erlendum ferðamönnum en lokun tók gildi þar klukkan 13.

Eitthvað hefur borið á því að ferðamenn hafi komið beint úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar á gosstöðvarnar og brotið þannig sóttkví.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, og bætir við að þetta hafi verið rætt á stöðufundi í morgun.  

Hann tekur þó fram að aðaláhersla björgunarsveitarfólks á svæðinu í dag verður að gæta öryggis fólks. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirlit verður við upphaf gönguleiðarinnar og mun lögreglan hafa umsjón með því en björgunarsveitarfólk liðsinna henni.

Svæðið verður rýmt áður en vonskuveðrið skellur á seinnipartinn í dag. Kona varð viðskila við gönguhóp sinn í gærkvöldi, auk þess sem farið var í nokkra sjúkraflutninga til að aðstoða fólk á svæðinu.

„Þetta er íslensk náttúra og svona hlutir geta gerst. Menn vilja síður lenda í því að kalla fólk út seinnipartinn eða í nótt þegar veðrið er orðið slæmt. Við viljum fyrirbyggja að einhver komi sér í vanda á þessu svæði,“ segir Davíð Már.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir