Hafa landað 178 þúsund tonnum af kolmunna

0
52

Hoffell SU kom nýverið til Fáskrúðsfjarðar með 2.250 tonn af kolmunna. LJósmynd/Loðnuvinnslan

Íslensku uppsjávarskipin hafa landað 178.659 tonnum af kolmunna það sem af er fiskveiðiári og eru því  94.783 tonn eftir af útgefnum kvóta eða tæplega 35%, að því er segir á vef Fiskistofu.

Mestum kolmunnaafla hefur Beitir NK landað eða 15.729 tonnum. Á eftir fylgir Börkur NK með 14.321 tonn og svo Venus NS með 14.165 tonn. Fjórða mesta afla hefur Aðalsteinn Jónsson SU landað, 14.119 tonn, og Jón Kjartansson SU fimmta mesta aflanum, 12.201 tonn.

Um 300 til 350 mílur eru á miðin frá Íslandi og því nokkur ferð á miðin, en veiðin er enn ágæt að því sem 200 mílur komast næst.