7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani

Skyldulesning

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur til morguns til að gefa út ákæru á Edinson Cavani framherja Manchester United.

Cavani skrifaði orðið „Negrito“ þegar hann endurbirti mynd frá félaga sínum. Cavani hafði þá skorað tvö mörk í dramatískum 2-3 sigri Manchester United á Southampton.

Í Suður-Ameríku er „negrito“ oft notað yfir nána ástvini. Cavani eyddi myndinni skömmu síðar. Enska sambandið er að skoða málið og hvað skal gera. Ef Cavani verður dæmdur sekur fær hann minnsta þriggja leikja bann.

Á Englandi er það hins vegar rasismi að nota orðið og samkvæmt reglum enska sambandsins er hægt að refsa leikmanni fyrir að nota orðið.

Enska sambandið er með málið á borði sínu en Cavani baðst afsökunar á málinu í gær, hann kveðst ekki hafa vitað að á Englandi væri orðið túlkað sem rasismi.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir