7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Hafði dvalið á heimili Maradona eftir andlát hans – Lögregla tók síma hans í gær

Skyldulesning

Andlát Diego Maradona er til rannsóknar í Argentínu en ekki eru allir sammála um þá vegferð sem rannsókn lögreglu er á. Búið er að yfirheyra og fara í húsleitir hjá lækni Maradona og fleiri hafa verið rannsakaðir.

Í gær var svo gerð húsleit heima hjá Maximiliano Trimarchi til að reyna að finna gögn er varðar andlát Maradona.

Maximiliano er bróðir Andrea Trimarchi sem sá um bókhaldið hjá Maradona. Maximiliano hafði dvalið á heimili Maradona síðustu daga án þess að nokkur vissi af. Maradona lést á heimilinu í síðasta mánuði.

Maradona hafði skömmu fyrir andlát sitt leigt hús á besta stað í Argentínu og þar hefur Maximiliano sem var vinur Maradona dvalið.

Lögreglan tók gögn sem hún skoðar og einnig símann af Maximiliano en þar telur hún að einhver sönnunargögn sé að finna. Maximiliano keyrði Maradona oft á milli staða undir það síðasta.

Innlendar Fréttir