5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Hafdís vill ná tali af hjónum sem hún hitti áðan – Segir manninn hafa sparkað í hundinn sinn – „Ég er sjúklega reið og pirruð“

Skyldulesning

„Mig langar rosalega mikið til þess að komast í samband við hjón sem voru út á Geirsnefi núna um 17 leitið… Maðurinn var í bláum vindjakka og konan í brúnni úlpu/kápu að mig minnir.“

Þetta skrifar hundaeigandinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir í Facebook-hópinn Hundasamfélagið í dag. Hún segir svo frá ástæðunni fyrir því að hún vill komast í samband við hjónin en að hennar sögn sparkaði maðurinn í hundinn hennar, Flex. „Endilega ef þið sjáið þetta þá þætti mér vænt um að heyra frá ykkur sem allra fyrst svo ég geti útskýrt fyrir strákunum mínum hvers vegna maðurinn sparkaði í hundinn okkar…“

Hafdís segir að þó hundurinn sinn sé stór og mikill þá sé hann aðeins 18 mánaða gamall og ekki grimmur. „Eins og flestir hundar á þessum aldri þá væntanlega verður hann spenntur þegar það er verið að kasta dóti og láta sækja eins og þið voruð að gera en ég bara trúi ekki að það hafi verið tilfellið fyrir þessum látum og ég veit fyrir víst að hann sýnir enga grimmd og hefur hingað til lúffað fyrir öllum og við höfum ALDREI lent í neinu veseni með hann í kringum aðra hunda!“ skrifar hún til hjónanna.

Eins og Hafdís segir þá voru hjónin að kasta dóti fyrir hundinn sinn en þau og Hafdís voru stödd á opnu hundasvæði ásamt hundunum sínum. Hafdís furðar sig á því hvers vegna hjónin hafi ætlast til þess að fá frið frá öðrum hundum þegar þau mæta með dót fyrir hunda til að kasta og sækja á slíku svæði. „Mér myndi ekki detta til hugar að mæta með dót fyrir hunda til þess að kasta og sækja og ætlast til þess að fá „frið“ frá öðrum hundum á OPNU HUNDASVÆÐI!!“

Að lokum segist hún vilja fá að heyra í hjónunum og ræða málin þar sem hún var of upptekin við að koma hundinum inn í bíl eftir atvikið og róa strákana sína. „Ég er sjúklega reið og pirruð yfir þessu og bara trúi ekki að hundafólk hagi sér svona og ætlist til þess að allir hundar í kringum ykkur séu í taum svo þið getið verið með ykkar lausan!“

Í samtali við DV segir Hafdís að það sé sem betur fer í lagi með hundinn. „Hann kippti sér litið upp við þetta sem betur fer,“ segir hún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir