7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Hafður að háð og spotti eftir þetta atvik í sjónvarpi í gær

Skyldulesning

Á Anfield í Bítlaborginni fór fram stórleikur í gær þegar Liverpool tók á móti Tottenham. Liverpool komst yfir í leiknum á 26. mínútu. Þar var að verki Mohamed Salah sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Forysta Liverpool entist hins vegar ekki lengi. Á 33. mínútu jafnaði Heung-Min Son metin fyrir Tottenham eftir stoðsendingu frá Giovani Lo Celso. Þegar leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli, tókst Liverpool að komast yfir. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigur með marki á 90. mínútu leiksins.

Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham var sérfræðingur í myndveri Sky Sports og var að ræða málin þegar sigurmark Liverpool kom.

Hann taldi engar líkur á því að Liverpool gæti skorað eftir hornspyrnu, Tottenham hefði slíka yfirburði í loftinu.

Mikið grín hefur verið gert af Sherwood eftir þetta en atvikið má sjá hér að neðan.

pic.twitter.com/yPJKpy6Z12

— football that didn’t go according to plan (@FootballMares) December 16, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir