8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Hafna ógildingu rekstrarleyfi eldis í Djúpinu

Skyldulesning

Kröfur um ógildingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi var hafnað.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu jarðeigenda í innanverðu Ísafjarðardjúpi um ógildingu ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Arctic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á regnbogasilungi með 5.300 tonna hámarkslífmassa við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar og Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands, náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi, Veiðifélags Laxár á Ásum, svo og Akurholts ehf. og Geiteyrar ehf. eigenda Haffjarðarár var vísað frá á grundvelli þess að nefndin taldi umrædda aðila ekki hafa lögvarða hagsmuni í málinu.

Héldu kærendur því meðal annars fram að ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2014 um það hvort fyrirhugað sjókvíaeldi þyrfti að fara í umhverfismat tengdist annarri framkvæmd en Matvælastofnun tók afstöðu til. Á þetta féllst úrskurðarnefndin ekki og sagði ótv´rætt að um sömu framkvæmd væri að ræða.

Þá telur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála útgáfu rekstrarleyfisins ekki í andstöðu við markmið laga um fiskeldi.

Innlendar Fréttir