Hafnaði Liverpool í sumar – Segir ástæðuna vera aldurinn – DV

0
56

Danski miðjumaðurinn, Jesper Lindstrom segist hafa hafnað því að ganga í raðir Liverpool í sumar. Ástæðan er sú að hann segist vera á þeim aldri að hann þarf að spila.

Lindstrom er 23 ára gamall en Napoli keypti hann á 30 milljónir evra frá Frankfurt í sumar.

Samkvæmt Lindstrom var Liverpool einnig áhugasamt um að krækja í sig en honum fannst það ekki sniðugt skref.

„Liverpool vildi fá mig og ég er stuðningsmaður Liverpool. Það hefði verið mögnuð reynsla en hefði það verið skynsamlegt skref?,“ segir Lindstrom.

„Ég er á þeim aldri að ég verð að spila fótbolta.“

Lindstrom hefur spilað tíu landsleiki fyrir Dani en hann spilar sem miðjumaður og kantmaður.

Jesper Lindstrom reveals he rejected #LFC move in the summer: „Liverpool wanted me, I am a Liverpool fan so it would’ve been a madly fascinating experience… but would it have been an intelligent move?“. 🇩🇰

„I am at an age now where I have to play football“, he said. pic.twitter.com/7zHENQ0RrP

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði