7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Hafnaði risatilboði frá Sádi-Arabíu

Skyldulesning

Íþróttir | Enski boltinn | mbl | 15.7.2022 | 9:20 | Uppfært 9:49

Ronaldo er fyrirliði Portúgals og hefur verið að æfa á …

Ronaldo er fyrirliði Portúgals og hefur verið að æfa á æfingasvæði landsliðsins. AFP/Patricia de Melo Moreira

Cristiano Ronaldo hefur hafnað risatilboði frá sádiarabísku félagi sem var tilbúið til að kaupa hann af Manchester United.

Þetta fullyrðir Daily Express í dag og segir að ónefnt félag í Sádi-Arabíu hafi  boðið Ronaldo um 105 milljónir punda á ári í tvö ár en hann hefði þar með orðið launahæsti leikmaður heims.

Ronaldo er ekki með Manchester United í æfingaferð félagsins til Taílands og Ástralíu og óvissa ríkir um hvort hann leiki áfram með liðinu á komandi tímabili. Erik ten Hag knattspyrnustjóri hefur þó ítrekað sagt að annað sé ekki inni í myndinni en að Ronaldo verði um kyrrt í herbúðum félagsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir