5.3 C
Grindavik
27. september, 2022

Hafró skilar 84 milljóna afgangi

Skyldulesning

Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju hjá höfuðstöðvunum í Hafnarfirði. Stofnunin skilaði …

Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju hjá höfuðstöðvunum í Hafnarfirði. Stofnunin skilaði afgangi á síðasta ári sem mun renna í ríkissjóð. mbl.is/sisi

Hafrannsóknastofnun skilaði 84,4 milljóna jákvæða afkomu á árinu 2021 samkvæmt drögum að ársreikningi stofnunarinnar og mun afkomun mun vera nýtt til að greiða uppsafnaðan halla fyrri ára, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.  

Fram kemur að rekstrarafgangur stofnunarinnar hafi verið 45,5 milljónir og að 38,9 milljónir hafi skilað sér í gegnum jákvæða afkomu fjárfestingu.

Samkvæmt yfirliti sem birt er með tilkynningunni má sjá að fjárveitingar til stofnunarinnar hækkuðu um 117,9 milljónir króna og numu rétt rúma 3 milljarða, en heildartekjur stofnunarinar námu um 4.222 miljónum króna. Þar af voru 250 miljónir tekjufærsla frestaðra tekna fyrri ára og voru sértekjur stofnunarinnar um 948 miljónir. Þá nam framlag ríkissjóðs til fjárfestinga 204,1 miljónum króna.

Kostnaður vegna starfsmanna hafi dregist saman um rúmar 122 milljónir króna milli ára og nam sá kostnaður um 2.573 milljónir króna á síðasta ári. Liðurinn „annar rekstrarkostnaður“ hækkaði hins vegar um tæpar 98 milljónir króna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir