7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Hafþór Júlíus og Mike Tyson grjótharðir í stiklu úr kvikmynd sem þeir léku saman í

Skyldulesning

Lífið

Hafþór og Mike eru tveir mjög hraustir menn.
Hafþór og Mike eru tveir mjög hraustir menn.

Í gær birtist ný stikla úr kvikmyndinni Desert Strike á YouTube-síðunni Movie Trailers Source en þar fara þeir Mike Tyson og Hafþór Júlíus Björnsson með aðalhlutverkin.

Um er að ræða kvikmynd sem Egyptinn Raouf Abd El Aziz leikstýrði og kom hún upphaflega út 11. júlí á síðasta ári en þá aðeins í Egyptalandi.

Kvikmyndin hefur nú fengið nýtt nafn, Desert Strike og fer í sýningar á streymisveitum innan skamms.

Inni á vefsíðu IMDB fær kvikmyndin 3,5 í einkunn en aðeins hafa 230 einstaklingar gefi henni dóm.

Hafþór Júlíus Björnsson fer með hlutverk Frank í myndinni og Mike Tyson virðist vera í kröppum dansi við Frank í kvikmyndinni. Svo virðist sem Hafþór leiki vonda kallinn í þessari ræmu en hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni Desert Strike.

Hafþór þekkir leiklistina vel enda fór hann með stórt hlutverk í þáttunum Game of Thrones. Mike Tyson hefur einnig oft sést á hvíta tjaldinu.


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir