7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar

Skyldulesning

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Er þar vísað til febrúarmælingu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar sem birt verður 25. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala hækki um 0,8 prósent milli mánaða. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent en deildin spáir því þó að verðbólga án húsnæðis haldist í 3,7 prósentum eins og í janúar. 

Deildin segir árstíðabundna hækkun á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar vega þyngst til hækkunar verðlags í þessum mánuði. Þessar vörur hækki almennt töluvert í verði í febrúar eftir lækkun í janúarmánuði. 

„Að þessu sinni teljum við að samanlögð áhrif þessara tveggja liða til hækkunar verðlags verði 0,4% af samtals 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs,“ segir í tilkynningunni. 

Næststærsti áhrifaþátturinn að mati hagfræðideildarinnar á verðlagið í spánni sé hækkun á dælueldsneyti, sem hækkað hefur í verði á heimsmarkaði, en samkvæmt verðmælingu bankans hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 3,7 prósent í febrúar. Segir í tilkynningunni að áhrif þess á hækkun verðlags séu 0,12 prósent.  

Þá eru áhrif fasteignaverðs sömuleiðis töluverð, eða um 0,11 prósent og er gert ráð fyrir að fasteignaverð hækki um 0,8 prósent í febrúar, sem er nokkuð minni hækkun en undanfarna mánuði. 


Tengdar fréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir.

Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir