4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Hagnaður í Eyjum og mikið eigið fé – Lítill launakostnaður vekur athygli

Skyldulesning

Hagnaður Knattspyrnudeildar ÍBV á árinu 2020 nam kr. 1.393.051, þetta kemur fram í reikningi félagsins sem er opinber.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 131.674.616, bókfært eigið fé í árslok er kr. 63.292.076 og er eiginfjárhlutfall félagsins 48%.

Skuldir félagsins eru hins vegar rúmar 68 milljónir króna en þær er undir liðnum skuldir tengda aðila. Skuldin er við ÍBV íþróttafélag.

Mynd/ÍBV

Laun og launatengd gjöld ÍBV voru aðeins 37 milljónir króna, ÍBV lék í Lengjudeild karla í karlaflokki en efstu deild kvenna. ÍBV var með fjölda erlendra leikmanna í báðum liðum og nokkra dýra íslenska leikmenn í karlaflokki, lítill launakostnaður vekur því mikla athygli.

ÍBV er aftur í Lengjudeild karla í sumar en kvennaliðið hélt stöðu sinni í efstu deild kvenna eftir mikla baráttu.

Ársreikning ÍBV má sjá hérna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir