5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Håland að missa þolin­mæðina hjá Dort­mund

Skyldulesning

Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð.

Spænski miðillinn AS greinir frá þessu en Dortmund glutraði niður enn einum stigunum um helgina er liðið gerði 2-2 jafntefli við FC Köln.

Eftir leikinn strunsaði sá norski niður í klefa og grýtti af sér treyjunni en myndbandið var ansi vinsælt meðal fótbolta áhugamanna um helgina.

Norðmaðurinn hefur skorað 33 mörk í 31 leik á þessari leiktíð og hann er ekki tilbúinn að vera áfram í Þýskalandi ef þeir gulklæddu verða ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Þeir eru sem stendur fjórum stigum á eftir Frankfurt sem er í fjórða sætinu en átta umferðir eru eftir af þýsku deildarkeppninni.

Håland er meðvitaður um það að hann þurfi að spila í bestu deild heims, Meistaradeildinni, til að verða áfram talinn á meðal þeirra bestu.

Mino Raiola, umboðsmaður Håland, er sagður meðvitaður um þá ákvörðun Håland að hann óski þess að fara frá Þýskalandi endi Dortmund ekki í fjórum efstu sætunum.

Dortmund er þó komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar mæta þeir Pep Guardiola og lærisveinum í Man. City. City er eitt af liðunum sem sá norski hefur verið orðaður við ásamt Real Madrid.

Erling Haaland ‘growing impatient with Borussia Dortmund and WILL leave if they miss out on Champions League’ https://t.co/GJJP2n64qW

— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir