10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Halda áfram að vinna í því að sækja Sancho en nýtt markmið hefur bæst við

Skyldulesning

Hjá Manchester United halda menn áfram að reyna við Jadon Sancho, leikmann Dortmund. Þá ætlar félagið einnig að sækja miðvörð í sumarglugganum. Fabrizio Romano greinir frá.

Man Utd hefur lengi verið orðað við Sancho. Dortmund gefur þó ekkert eftir og ætlar að fá góða upphæð fyrir leikmanninn.

Félagið mun halda tilraunum sínum til að fá Sancho áfram. Á sama tíma hefur liðið þó einnig hafið leit að hægri bakverði.

Romano segir að félagið hafi horft til Raphael Varane, hjá Real Madrid, í nokkra mánuði. Hann gæti hugsanlega komið.

Þá hefur Man Utd einnig áhuga á Pau Torres, miðverði Villarreal. Hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift  að fara frá spænska félaginu ef eitthvað lið kemur með 65 milljónir evra að borðinu.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir