8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Hálf milljón manns fylgist með Emblu á samfélagsmiðlum

Skyldulesning

Embla Wigum er íslensk samfélagsmiðlastjarna með yfir 21 þúsund fylgjendur á Instagram og 490 þúsund fylgjendur á TikTok.

Embla er sannkallaður listamaður með förðunarburstann. Hún gerir hreint út sagt ótrúlegar farðanir sem hún deilir á TikTok og Instagram.

Við ræddum við Emblu í byrjun janúar, þá var hún með um 180 þúsund fylgjendur á TikTok. Í dag er hún með rúmlega 490 þúsund fylgjendur og þeim fer fjölgandi með hverjum deginum. Á fimmtudaginn var hún með tæplega 330 þúsund fylgjendur en fylgjendahópur hennar hefur stækkað ört síðustu daga á sama tíma og nokkur myndbanda hennar fóru „viral“. Nokkur myndbönd með yfir milljón áhorf, eitt með yfir fimm milljóna áhorf og svo annað með yfir 12 milljóna áhorf.

Við heyrðum aftur í Emblu og ræddum um undanfarið ár og hvernig hún fer að því að gera ekki aðeins eitt, heldur nokkur vinsæl myndbönd sem fara eins og eldur í sinu um netheima.

„Þetta hefur verið alveg klikkað ár og það er margt sem hefur gerst. Ég er búin að vera að vinna mikið í því sem ég hef áhuga á og setja meiri fókus í samfélagsmiðlana mína og förðunina, og í að reyna að bæta mig um leið í förðun og samfélagsmiðlum,“ segir hún.

„Ég er líka komin með hlaðvarp, Glamúr, með tveimur vinkonum mínum, Báru Beauty og Magneu Björg. Þar tölum við um alls konar tengt förðun og glamúr, en líka bara um lífið og tilveruna og allt sem okkur dettur í hug.“

Horfðu á myndband Emblu hér að neðan sem hefur fengið rúmlega 5,5 milljóna áhorf.

@emblawigumdoing 12 days of christmas-makeup, day 1 💚 idea from @noordabashh ##christmasmakeup ##halloweenmakeup ##thegrinch ##fyp ##foryou ##makeup♬ You’re A Mean One, Mr. Grinch – Tyler, The Creator

Hoppa snemma á trendin

Eins og fyrr segir eru nokkur myndbanda Emblu gífurlega vinsæl þessa stundina á TikTok en þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndbönd frá henni verða „viral.“ Aðspurð hvað hún telur einkenna þessi myndbönd segir hún það vera rosalega mismunandi.

„En oftast finnst mér það gerast þegar ég tek eitthvað trend sem er nýbyrjað, næ að hoppa á það snemma og gera það á minn eigin hátt. Eins og með Grinch myndbandið, þá sá ég að fólk var nýbyrjað að nota meira og meira af hljóðbrotum úr Grinch myndinni, vegna jólanna og svona. Þannig ég ákvað að hoppa á það og gera Grinch förðun,“ segir hún.

„Það er samt ekkert nýtt og margir hafa gert svipaða förðun á undan mér. Þannig það er mjög erfitt að segja til um hvað lætur eitthvað verða „viral“. Eins með það, ef ég geri nokkur myndbönd af sömu förðuninni og eitt verður „viral“ en ekki hin, þá er mjög erfitt að segja til um ástæðuna. Oft er það bara heppni og tilviljun hvað hittir í mark.“

Horfðu á myndband Emblu hér að neðan sem hefur fengið yfir tólf milljóna áhorf.

@emblawigumday 2! so happy this is kinda trending again 😌✨♬ Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo – Mike DiNardo

Athyglin

Neikvæð athygli getur því miður verið hvimleiður fylgikvilli vinsældar á samfélagsmiðlum. Embla segir að sem betur fer hefur hún ekki fengið mikla neikvæða athygli. „En þegar ég fæ neikvæð ummæli eða skilaboð þá truflar það mig ekki mikið. Ég eyði þeim oftast bara eða blokka manneskjuna ef þau eru mjög neikvæð,“ segir hún.

„En mér finnst bara svo gaman að sjá öll fallegu kommentin og skilaboðin frá fólki og það hefur meiri áhrif. Þetta verður líka svolítið óraunverulegt þegar maður fær svona mikla athygli í gegnum netið. Maður áttar sig ekki alveg á því að þessar tölur eru allt manneskjur, sem er klikkað.“

@emblawigumday 3: Jack Skellington as Santa Claus 🎅🏼💀 do you think of the nightmare before christmas as a halloween or a christmas movie? 👀♬ original sound – ☃️❄️🎄

Tekjur og TikTok

TikTok-notendur í Bandaríkjunum, sem eru með yfir 10 þúsund fylgjendur, geta sótt um svokallaðan „TikTok Creator Fund“ sem gerir þeim kleift að fá borgað eftir fjölda áhorfa.

Aðspurð hvort hún hafi einhver tök á að fá greitt fyrir áhorf eins og notendur í Bandaríkjunum segist Embla ekki vera viss. „Ég hef ekki enn kynnt mér þetta og veit ekki hvort það sé boðið upp á þetta á Íslandi. Annars geta TikTokarar, eins og aðrir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum, fengið greitt í gegnum samstörf við merki. Ég er heppin að vera í samstörfum með nokkrum frábærum merkjum sem ég nota mikið,“ segir hún.

Myndbandið þar sem hún fjarlægir Grinch förðunina hefur fengið yfir tvær milljóna áhorfa. Horfðu á það hér að neðan.

@emblawigummrs. grinch removal ##foryou ##makeupremovalreverse♬ You’re a Mean One, Mr. Grinch – Tyler, The Creator

Planið hjá Emblu er að gera „12 Days of Christmas“. Það virðist ganga vel, hún er þegar búin að gera þrjár farðanir og verður gaman að sjá hvað Embla mun gera næst. Þú getur fylgst með henni á TikTok og Instagram.

Innlendar Fréttir