5 C
Grindavik
8. mars, 2021

Hálka og skafrenningur á Hellisheiði

Skyldulesning

Ófært er norður í Árneshrepp.

Ófært er norður í Árneshrepp.

mbl.is/Sunna Logadóttir

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða snjókoma á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og snjóþekja í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Sömu sögu er að segja af vegum á Vesturlandi.

Vetrarfærð á öllum leiðum á Vestfjörðum og víða éljagangur. Ófært er norður í Árneshrepp. Vetrarfærð, hálka eða snjóþekja á vegum norðanlands. Á Norðausturlandi er hálka inn til landsins en hálkublettir með ströndinni.

Það er hálka eða hálkublettir á fjallvegum og á Héraði en greiðfært sunnan Stöðvarfjarðar. Breiðdalsheiði er ófær og vegurinn um Öxi er lokaður.

Greiðfært frá Höfn og að Lómagnúpi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan. Á Suðurlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir nokkuð víða að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Innlendar Fréttir