-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Hálka víða um land

Skyldulesning

Greiðfært er í Dýrafjarðargöngum.

Greiðfært er í Dýrafjarðargöngum.

Ljósmynd/Baldvin

Hálka eða hálkublettir eru á þjóðvegum um nær allt land.

Á Hellisheiði og Mosfellsheiði er hálka og éljagangur en hálkublettir í þrengslum. Einnig er hálka á fáfarnari vegum, svo sem Krýsuvíkurvegi, Hafnavegi og yfir Festarfjall. Á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir á flestum leiðum.

Hálka er á flestum leiðum á Norðausturlandi en þæfingsfærð á Dettifossvegi. Á Norðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Á Snæfellsnesi eru hálkublettir á öllum vegum, en ófært um Jökulhálsleið. Þá er hvasst á nesinu. Hvassast í Ólafsvík, 13 metrar á sekúndu, en 21 í hviðum.

Á Vestfjörðum eru sömuleiðis hálkublettir víða. Ófært er um Hrafnseyrarveg, en það gerir ekkert til því Dýrafjarðargöng eru opin og greiðfær. Þorska- og Kollafjarðarheiði eru lokaðar sem og Steinadalsheiði.

Á Austfjörðum er greiðfært.

Innlendar Fréttir