8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Hallbera skrifar undir hjá AIK – Þriðja lið hennar í Svíþjóð

Skyldulesning

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur samið við AIK í Svíþjóð en hún yfirgefur Val þar sem hún hefur leikið síðustu ár.

Hallbera hefur leikið samtals 10 tímabil með Val, spilað 157 leiki í efstu deild og skorað í þeim leikjum 32 mörk. Hún hefur 6 sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu og 4 sinnum bikarmeistari.

„Við þökkum Hallberu fyrir góð ár á Hlíðarenda og óskum henni velfarnaðar á nýjum slóðum,“ segir á vef Vals.

Hallbera er 34 ára gömul og er lykilmaður í landsliði Íslands, hún hefur áður leikið með Piteå IF og Djurgarden í Svíþjóð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir