Halldór Schmidt er hættur til sjós!

0
386

Þau miklu og stóru tíðindi bárust yfir landið og miðin og jafnvel heimsálfuna alla að Halldór Schmidt hafi róið sinn síðasta túr, sé hættur sjósókn eftir tæplega 40 ár og búinn að taka pokann sinn og sagt stopp við þessu sjóbrölti sínu.
Dóri byrjaði ungur til sjós, var á Elínu Þorbjarnar ÍS 1986 en kom síðan til Þorbjarnarins árið 1999 og hefur verið hér síðan.
Dóri er ekki maður margra orða en sumt sem hann hefur látið út úr sér mun seint gleymast þeim er unnið hafa með honum.
Eins og td hin fleyga setning: “Ef manni leiðist einn með sjálfum sér, þá er maður í vondum félagsskap!”

Aldavinirnir Halldór og Brynjólfur

Einn er sá sem er hnípinn og niðurlútur eftir að Dóri kvaddi vaktina sína en það er Binni vaktformaður og aldavinur Dóra til margra ára….
“Hvað á ég að gera núna þegar Dóri er hættur? Hvernig á ég að komast í gegnum hvern túr þegar Dóra nýtur ekki lengur við hér um borð….

Við hér á Krummanum þökkum Dóra fyrir samveruna og sérstaklega erum við þakklátir fyrir endalausa uppsprettu frétta hér á síðum fréttablaðsins

Hafðu það gott Dóri minn og gangi þér alltaf allt í haginn! 👍