2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Halldór segir Gunnar Braga fæla kvenfólk frá Miðflokknum

Skyldulesning

Halldór Gunnarson, sem situr í flokksráði Miðflokksins, gerir aukalandsþing flokksins að umtalsefni í stuttri grein í Morgunblaðinu í dag. Á þinginu voru samþykktar breytingar á lögum flokksins, meðal annars þær að embætti varaformanns var lagt niður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi flokksins, hafði lýst yfir framboði sínu í embættið. Gunnar Bragi gegnir sem stendur bæði embætti varaformanns og þingflokksformanns flokksins.

Halldór gagnrýnir þessar lagabreytingar í greininni. Rétt er að halda því til  haga að breytingarnar voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta á landsþinginu, eða 85%. Halldór skrifar hins vegar:

„Eða var aukalandsþingið haldið til þess að tryggja stöðu Gunnars Braga Sveinssonar með því að breyta lögum flokksins og leggja niður varaformannsembættið, en viðhalda samt óbreyttri stöðu Gunnars sem formanns þingflokksins með sömu áhrifum og áður?

Sannarlega tel ég að það hafi verið brýnt að ákveða hver staða Gunnars Braga Sveinssonar ætti að vera. Það kom þó hvergi fram í beinni tillögu, hvað þá að það væri sagt. Í viðræðum við flokksmenn um þetta hef ég heyrt til skiptis að staða hans hefði verið tryggð óbreytt eða að með þessu hafi flokkurinn losnað við hann.“

Halldór telur Gunnar Braga standa í vegi fyrir því að flokkurinn nái þeim styrk sem hann gæti náð. Hann gagnrýnir meðal annars embættisfærslur hans er hann var utanríkisráðherra, sérstaklega viðskiptabann á Rússa vegna Krímskagadeildunnar. Þá segir Halldór:

„Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna, sem ég tel að flokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveinssonar við næstu alþingiskosningar. Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokksins til sveitarstjórnar á Austurlandi á sinn hátt. Næstum án undantekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir