8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Haller bjargaði stigi fyrir West Ham

Skyldulesning

Sebastien Haller fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Crystal Palace.

Sebastien Haller fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Crystal Palace.

AFP

Sebastien Haller skoraði jöfnunarmark West Ham þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Haller jafnaði metin fyrir West Ham á 55. mínútu eftir að Christian Benteke hafði komið Crystal Palace yfir á 34. mínútu.

Benteke fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 70. mínútu en það kom ekki að sök og jafntefli niðurstaðan í London.

West Ham er með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Crystal Palace er í tólfta sætinu með 18 stig.

Þá gerðu Fulham og Brighton markalaust jafntefli í London en Fulham er með 9 stig í sautjánda sæti deildarinnar á meðan Brighton er í sextánda sætinu með 11 stig.

Innlendar Fréttir