4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Hamar nú umboðsaðili Alfa Laval á Íslandi

Skyldulesning

Vélsmiðjan Hamar hefur veitt fjölbreytta þjónustu í fleiri ár og mun nú einnig vera umboðsaðili Alfa Laval á Íslandi.

Ljósmynd/Aðsend

Vélsmiðjan Hamar ehf. hefur gerst umboðsaðili sænska framleiðendans Alfa Laval Nordic AS á Íslandi samkvæmt nýlegu samkomulagi milli fyrirtækjanna, að því er segir í tilkynningu frá Hamri. Þar segir jafnframt að samstarfið mun „renna enn styrkari stoðum undir þjónustu fyrirtækisins við íslenskan sjávarútveg og matvælaframleiðslu.“

Hamar mun með þessu sjá um sölu og ráðgjöf á vörulínu Alfa Laval og auk þess veita viðgerðarþjónustu og útvega Alfa Laval varahluti. Sænska fyrirtækið framleiðir meðal annars skilvindur, mjölvindur, olúsíur og varmaskipta

Kári Pálsson, framkvæmdastjóri Hamars.

Ljósmynd/Aðsend

„Með þekkingu Hamars, færni og getu í samblandi við vörulínu og sérfræðiþekkingu Alfa Laval er Íslenskum sjávarútveg og matvælaframleiðslu veittur aðgangur að nýju og sterku samstarfi. Við erum þess vegna full eftirvæntingar og hlakkar til samstarfs við Alfa Laval með það í huga að efla enn frekar þjónustu við okkar viðskiptavini,“ segir Kári Pálsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi HAmars.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir