3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Hámarkshraði lækkar á götum í Kvosinni

Skyldulesning

Aðalstræti. Framvegis er vissara fyrir ökumenn að gæta vel að …

Aðalstræti. Framvegis er vissara fyrir ökumenn að gæta vel að hraðanum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að nokkrar götur í Kvosinni verði gerðar að vistgötum. Á slíkum götum hefur umferð gangandi vegfarenda og hægfara farartækja forgang fram yfir umferð bíla.

Hámarkshraði bíla er 10 km/klst. á vistgötum eða litlu meiri en gönguhraði fólks, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Göturnar eru eftirfarandi: Aðalstræti, Grófin, Naustin norðan Tryggvagötu, Tryggvagata milli Lækjargötu og Grófarinnar og Vesturgata milli Grófarinnar og Mjóstrætis. Einnig var samþykkt að bílastæði við Aðalstræti 9 verði sérstaklega merkt hreyfihömluðum. Það var skrifstofua samgöngustjóra og borgarhönnunar sem lagði þetta til. Nú þegar eru vistgötur í Kvosinni eftirtaldar: Vesturgata, Tryggvagata, Pósthússtræti auk gatna Grjótaþorpsins. Málið fer nú til lokaafgreiðslu í borgarráði.

Í tilefni af þessari samþykkt voru gerðar fjórar bókanir. Í þremur þeirra var samþykktinni fagnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu einnig benda á að mikilvægt væri að áfram verði tryggt gott aðgengi með aðföng og aðgengi leigubifreiða væri ekki raskað.

Innlendar Fréttir