-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Hamren heldur heim á morgun til að undirbúa jarðarför föður síns: „Hafa verið erfiðir dagar andlega“

Skyldulesning

„Tilfinningarnar eru núna er að ég er reiður frekar leiður. Þetta hafa verið erfiðir dagar, bæði eftir tapið gegn Ungverjaland. Það var erfitt fyrir mig og leikmennina, svo var það góður leikur gegn Dönum,“ sagði Erik Hamren á fréttamannafundi eftir leikinn við England í kvöld.

Íslenska landsliðið átti aldrei möguleika gegn Englandi í síðasta leik Erik Hamren við stýrið í kvöld. Um var að ræða síðasta leik liðsins í Þjóðadeildinni á þessu tímabili. Declan Rice og Masoun Mount skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik en þau hefðu hæglega getað orðið miklu fleiri. Ögmundur Kristinsson sem stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik varði vel.

Phil Foden skoraði þriðja mark leiksins eftir 80 mínútna leik og bætti svo við öðru fimm mínútum síðar með glæsilegu skoti. 4-0 tap staðreynd í kveðjuleik Erik Hamren. Íslenska liðið ógnaði marki Englands einu sinni en Kári Árnason var ekki langt frá því að skora í síðari hálfleik með skalla.

Hamren var að kveðja íslenska landsliðið en ofan í það missti hann faðir sinn á sunnudag. „Faðir minn féll einnig frá , þetta hafa verið erfiðir dagar andlega. Þetta verður erfitt kvöld þegar ég kveð starfsliðið og leikmennina, ég hef notið þess að vinna með þeim öllum. Ég er meira reiður núna en að vera sorgmæddur,“ sagði Hamren sem var svekktur með

Hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, hann fer nú að undirbúa jarðarför föður síns. „Ég fer heim til konunnar minnar á morgun og undirbý jarðarför föður míns, ég hef ekki rætt við neinn. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Hamren vonar fyrir íslenska landsliðið að lykilmenn haldist heilir en Hamren hefur ekki oft fengið að stilla upp sínu sterkasta liði. „Það hefur mikið rætt verið um að íslenska liðið sé gamalt, það eru nokkrir gamlir en það eru margir eru í kringum þrítugt. Það er frábær aldur, ef þeir ná að haldast heilir þá getur allt gerst, vandamálin hafa verið meiðsli. Þeir þurfa að spilatíma og haldast heilir, þá hef ég mikla trú á Íslandi í framtíðinni. Svo koma ungir menn, U21 að fara í úrslitakeppnina og þeirra þurfa reynslu leikmanna til að hjálpa sér að komast á réttan stað. Það er mjög erfitt að komast á HM, það verður erfitt fyrir Ísland en ég vona það besta. Kannski er það Evrópumótið eftir fjögur ár, þá verður liðið orðið sterkara. Það fer eftir því hvernig heilsa leikmanna verður, þessi tvö ár hafa verið erfið þar.“

Innlendar Fréttir