3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Handabandið heldur áfram að vera varasamt fyrir alla.

Skyldulesning

Sífellt fjölgar þeim sem hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni og áunnið sér ónæmi. 

En nú rétt í þessu nefndi Kári Stefánsson það í sjónvarpfrétt að ekki væri hægt að segja að ónæmið væri alltaf 100 prósent; 90 prósent væri nær lagi. 

Útbreiddara ónæmi þýðir þar að auki ekki að hinir bólusettu geti ekki verið smitberar rétt eins og dauðir hlutir á borð við húna handföng og hlutir úr efni þar sem veiran getur haldist lifandi nógu lengi til að berast á milli fólks við snertingu. 

Ónæmur maður getur þessvegna með handabandi flutt veiruna sem milliliður með því að taka fyrst í höndina á einum og síðan í höndina á öðrum. 

Eitt þekktasta dæmið um þetta var það þegar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þá ósýktur, tók í blábyrjun faraldursins þar í landi í höndina á fjölda fólks á einum degi og fékk auðvitað veikina af þvílíku afli að hann varð mjög veikur og lenti í öndunarvél um tíma. 

Það er því langt frá því að allt sé unnið í baráttunni og sóttvörnunum um sinn, þótt áfram miði hægt og bítandi. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir