Handtekin vegna þessarar myndar – DV

0
86

Rússnesk kona var nýlega handtekin eftir að hún birti mynd af sér naktri framan við heilagt tré á Balí í Indónesíu. „Farðu heim ef þú getur ekki sýnt okkur virðingu.“ Þetta skrifaði aðgerðasinninn Ni Luh Djelantik nýlega þegar hann birti mynd af naktri konu framan við tré sem íbúar á Balí telja heilagt. Dagbladet skýrir frá þessu.

Konan var handtekin eftir að hún birti myndina.

Djelantik hafði taggað hana á myndinni og hvatt hana til að sýna íbúum Balí og landinu virðingu. Hún virðist þá hafa eytt aðgangi sínum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem útlendingar hafa vanvirt hið heilaga tré. Á síðasta ár birti rússneskur bloggari að nafni Alina Fazleeva nektarmyndir af sér við tréð. Eftir að heimamenn gagnrýndu hana eyddi hún myndunum og baðst opinberlega afsökunar.

Tréð, sem er 700 ára, kallast Kayu Putih.