1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Handtekinn á Hlemmi vegna líkamsárásar

Skyldulesning

Innlent

visir-img

Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn á Hlemmi um kl. 16 í dag, grunaður um líkamsárás. Að minnsta kosti einn hlaut áverka eftir að hafa verið sleginn í andlitið af handtekna. Viðkomandi gistir fangageymslur lögreglu en ekki var unnt að ræða við hann sökum ölvunarástands.

Lögregla handtók einnig ökumann um kl. 14 í dag sem rásaði mjög á Vesturlandsvegi. Ók hann bifreið sinni nokkrum sinnum á öfugum vegarhelming. Ökumaðurinn var fyrst grunaður um að vera undir áhrifum áfengis en reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir