Hand­teknir vegna gruns um sölu á fíkni­efna­hlaup­böngsum – Vísir

0
88

Hand­teknir vegna gruns um sölu á fíkni­efna­hlaup­böngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að töluvert magn þessara efna, eða sælgætis, hafi verið haldlagt við húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki hafi lögregla tekið í sína vörslu mikið af vape hylkjum, pennum og vökva sem innihélt THC.

„Grunur er um að sömu aðilar hafi jafnframt stundað sölu og dreifingu kannabisefna með þeim hætti, en við fyrrnefndar aðgerðir var einnig lagt hald á reiðufé. Tveir karlmenn um þrítugt voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, sem miðar vel, en hinir sömu eru nú lausir úr haldi.

Lögreglan hvetur foreldra/forráðamenn til að vera á varðbergi og ræða við börn sín um þær hættur sem fylgja þegar fíkniefni eru annars vegar. Mál sem þetta er ekki einsdæmi, en önnur af sama toga hafa líka komið upp í öðrum lögregluumdæmum.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Tengdar fréttir Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum.

5. júní 2020 19:16

„Móðir mín er bara saklaus í hjartanu að gefa barninu hlaup“ Fimm ára stúlka á Selfossi var hætt komin á dögunum eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa fullan af kannabisefnum. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til að vera vel á verði. Málið er óupplýst.

16. apríl 2023 17:24

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira