7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Hann var miklu meira en knattspyrnustjóri

Skyldulesning

Steven Gerrard fyrir miðju og Gérard Houllier við hlið hans …

Steven Gerrard fyrir miðju og Gérard Houllier við hlið hans eftir að Liverpool vann þrjá titla undir stjórn Frakkands á tímabilinu 2000-2001.

AFP

Steven Gerrard, fyrirliði enska liðsins Liverpool um árabil og núverandi knattspyrnustjóri skoska toppliðsins Rangers, fór fögrum orðum um Frakkann Gérard Houllier á fréttamannafundi í Glasgow í morgun.

Gerrard var 18 ára þegar Houllier tók við sem knattspyrnustjóri Liverpool og Frakkinn mótaði hann sem leikmann á sex árum hjá félaginu. Aðstoðarmaður hans hjá Rangers, Gary McAllister, lék einnig undir stjórn Houlliers hjá Liverpool.

„Ég vil minnast hans sérstaklega en gærdagurinn var mjög erfiður fyrir okkur Gary McAllister. Gérard hafði augljóslega gríðarleg áhrif á feril okkar beggja, og líka á líf okkar. Fréttir gærdagsins voru því verulega þungar, þetta var mikið áfall.

Ég mætti til starfa í gærmorgun, hress og kátur eftir úrslit okkar um helgina og fékk svo þessar fréttir. Gérard var sérstakur maður, fullur af umhyggju og elsku. Hann var miklu meira en bara knattspyrnustjóri,“ sagði Steven Gerrard.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir