5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Hannes Hólmsteinn .Gissurarson

Skyldulesning

er orðinn fastur dálkahöfundur í virtu riti Íhaldsmanna í Evrópu, The Conservative.

Mér finnst þetta mikill heiður fyrir Ísland og dr. Hannes sjálfan. Það er mikil frjósemi andans að geta framleitt svona mikið af lærðum texta.

Ég fór á síðuna og rakst þar á grein hans um Edmund Burke MP(f.1729) sem Hannes lítur á sem einskonar andlegan föður  íhaldsstefnunnar.

Þar tilfærir hann orð Burke sjálfs sem segir:

„There ought to be a system of manners in every nation which a well-formed mind would be disposed to relish.

To make us love our country, our country ought to be lovely.“

Eiga þessi orð Burke ekki erindi til okkar Íslendinga sem eru með tvo stjórnmálaflokka andsetna af því að við getum ekki haldið úti sjálfstæðu Íslandi heldur þurfum að framselja sjálfstæði og fullveldi okkar dásamlegs lands til Evrópska tollabandalagsins? 

Ég óska okkur og dr.Hannesi Hómsteini til hamingju með þennan heiður.


Flokkur: Stjórnmál og samfélag |


«
Síðasta færsla

Innlendar Fréttir