10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Hannes sækist eftir fjórða sæti

Skyldulesning

Hannes Steindórsson.

Hannes Steindórsson. Ljósmynd/Aðsend

Hannes Steindórsson, fasteignasali og formaður Félags fasteignasala hefur boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hannes býður sig fram í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 

Fram kemur í tilkynningu að Hannes starfi sem framkvæmdastjóri hjá Lind fasteignasölu sem staðsett er í Kópavogi og var hann kjörinn formaður Félags fasteignasala síðastliðið haust.

Hannes segist sannfærður um að geta lagt sitt af mörkum til að gera góðan bæ enn betri.

„Mig langar að leggja mitt af mörkum að gera góðan bæ enn betri og bið um ykkar stuðning 12. mars. Þið ykkar sem þekkið mig vitið að ég er duglegur, heiðarlegur og þegar ég tek að mér verkefni þá er ekkert hálfkák. Það er hollt fyrir sveitarfélagið og íbúa þess að fá nýtt fólk í bæjarstjórn og ég er sannfærður um að ég geti lagt mitt af mörkum til að gera gott betra. Ég er Kópavogsbúi og vil hvergi annars staðar vera,“ er haft eftir Hannesi í tilkynningu. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir