7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Harðfisksvinnsla úti á ballarhafi!

Skyldulesning

Það hefur ekki farið hátt en hér um borð er starfrækt harðfiskvinnsla sem nýtur gífurlegrar vinsældar og velvildar meðal skipverja. Viðar vélstjóri hefur veg og vanda af þessari vinnslu sem hentar einkar vel á vinnustað sem þessum. Það verður að segjast eins og er að blm hefur sjaldan bragðað betri harðfisk og hefur hann nú smakkað hann margan. Aðspurður um leyndarmálið við gerð þessa góða fisks, var Viðar hógvær og vildi litið gefa upp um það. Aðalatriðið var að hafa fisk við höndina!

Hann vildi samt taka það skýrt fram að hér væri ekki um neitt kvótasvindl að ræða, skipverjum er heimilt að sporðrenna þeim afla sem um borð kæmi og hér fer enginn harðfiskur í land. Ástæðan er einföld, hann er allur löngu étinn áður en í land er komið!

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir