8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Harkalegur árekstur í miðbænum

Skyldulesning

Harkalegur árekstur varð um kvöldverðarleytið í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Um er að ræða árekstur milli tveggja bíla, smábíls og lítils sendibíls. Áreksturinn átti sér stað á horni Lækjargötu og Tryggvagötu.

Lögreglubílar og sjúkrabíll mættu á svæðið vegna slyssins og beindu umferð frá. Ekki er vitað hvernig ökumenn bílanna hafa það eftir áreksturinn. Bílarnir komu báðir nokkuð illa út úr árekstrinum en framhliðin á stærri bílnum var í molum eftir áreksturinn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir