5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Harmleikur í Frakklandi – Sjálfboðaliði lést þegar ljós datt á hann

Skyldulesning

Það átti sér stað harmleikur í Frakklandi í gær eftir að leik FC Lorient og Rennes lauk í franska fótboltanum í gær.

38 ára sjálfboðaliði hjá FC Lorient fékk þá ljóskastara ofan á sig, andlát hans hefur nú verið staðfest.

Ljósið féll af þaki stúkunnar og ofan á sjálfboðaliðann sem komin var inn á völlinn að leik loknum. Hann lést af sárum sínum.

Maðurinn var færður á sjúkrahús í borginni en eftir 45 mínútna tilraun til endurlífgunar, var maðurinn úrskurðaður látinn.

„Þetta er harmleikur, Dalbert leikmaður Rennes gekk þarna við hlið hans og er í áfalli,“
segir í frétt Telefoot.

Maðurinn var 38 ára gamall en hann var sjálfboðaliði á vellinum og aðstoðaði þá sem sjá um að laga grasið í hálfleik og eftir leik.

Innlendar Fréttir