Harmleikur í Kaliforníu: Rifrildi fimm ára bræðra enduðu með ósköpum – DV

0
14

Útistöður tveggja fimm ára tvíburabræðra í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum enduðu með ósköpum þegar annar drengjanna lagði til hins með eldhúshníf með þeim afleiðingum að hann lést. USA Today greinir frá þessu.

Lögreglustjórinn í Santa Cruz-sýslu, þar sem atvikið átti sér stað, segir að engir eftirmálar verði vegna ungs aldurs drengsins.

Atvikið átti sér stað í Scotts Valley síðastliðinn miðvikudag. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér kemur fram að bræðurnir hafi verið að rífast eins og oft vill gerast á milli bræðra. Náði annar drengjanna í lítinn hníf í eldhúsinu og stakk bróður sinn sem var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.