5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Harpa fái aukið fé vegna heimsfaraldurs

Skyldulesning

Lagt er til að fjárheimild til menningarstofnana verði aukin um 270 milljónir króna og greiðsluheimild um 297 milljónir króna því til viðbótar í nýjum fjáraukalögum.

Lagt er til að auka fjárheimild um 150 milljónir króna vegna áhrifa heimsfaraldursins á rekstur Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, samkvæmt nýju fjáraukalagafrumvarpi.

Um er að ræða 54% hlut ríkisins. Til viðbótar er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 46%, eða 128 milljónir króna. 

Í öðru lagi er lagt til að fjárheimild verði aukin um 70,2 milljónir króna vegna rekstrar- og framkvæmdakostnaðar vegna faraldursins hjá ýmsum menningarstofnunum, nánar tiltekið Minjastofnun Íslands, Íslenska dansflokknum og Kvikmyndasjóðnum.

Í þriðja lagi er lagt til að veita 48,9 milljónum króna vegna aukins rekstrar- og framkvæmdakostnaðar hjá Þjóðleikhúsinu vegna faraldursins. Því til viðbótar er gert ráð fyrir að auka greiðsluheimild stofnunarinnar um 297 milljónir króna vegna tapaðra rekstrartekna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir